Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2011 20:33 Hanna Guðrún er ein þeirra sem þarf að leita sér að nýju félagi. Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira