Með teknó- og þungarokksplötu á teikniborðinu Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. september 2011 13:28 Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira