„Ég skil vel að þeir grenjuðu. Enda voru þeir lamdir í harðfisk," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir glæsilegan sigur Íslands á Noregi í kvöld, 29-22.
„Við lentum líka í harðfisknum. Bæði lið voru að spila mjög vel í vörninni en okkar vörn var aðeins betri. Munurinn var sá að þeir bökkuðu út á meðan að við héldum bara áfram," sagði hann í viðtali við Hörð Magnússon eftir leik.
„Sóknarleikurinn okkar skánaði svo eftir því sem leið á leikinn og þá náðum við að síga fram úr."
Aron Pálmarsson átti einnig mjög góðan leik og skoraði alls fjögur mörk í leiknum - þar af eitt með vinstri eins og Hörður benti á.
„Já, ég er greinilega orðinn jafnvígur á báðar hendur," sagði hann og hló.
Ísland mætir næst Þýskalandi og Aron von á erfiðum leik. „Við gáfum tóninn heima í Höllinni. Ef við vinnum þann leik þá erum við í ansi góðri stöðu. En þeir verða mjög erfiðir."