Óvissar afleiðingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. janúar 2011 10:47 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis og einn af talsmönnum stjórnarliðsins í sjávarútvegsmálum, skrifaði merkilega grein í Fréttablaðið í gær, þar sem hún útlistar hvernig skapa megi nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og hvetur íslenzka jafnaðarmenn til dáða í málinu. Grein Ólínu er ekki sízt athyglisverð fyrir þær sakir, að þar fæst hún ekki eingöngu við það grundvallarálitamál hvernig megi í nafni réttlætis tryggja að hluti af arðinum af fiskveiðiauðlindinni renni til almennings. Hún vill í raun umbylta núverandi stjórnkerfi fiskveiða með enn róttækari hætti en sumir aðrir talsmenn svokallaðrar fyrningarleiðar í sjávarútvegi, sem er hin formlega stefna ríkisstjórnarinnar og mörgum þykir nógu róttæk. Þótt Ólína segist vilja eyða óvissu um fiskveiðistjórnina verður ekki annað séð en að hún tali fyrir breytingum sem gætu haft allt annað en fyrirsjáanlegar afleiðingar. Hún vill til dæmis gefa handfæraveiðar við landið frjálsar og virðist vera búin að gleyma þeim árum þegar trillusjómenn fiskuðu tugi þúsunda tonna umfram kvóta og ráðgjöf vísindamanna. Frjálsar veiðar stuðla ekki að ábyrgri umgengni við auðlindina. Ólínu finnst hið versta mál að "mörg þúsund störf hafi farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar". Kannski finnst henni líka vont að vélvæðing og stækkun búa í landbúnaði hafi kostað tugi þúsunda starfa undanfarna öld eða svo. Það er furðu auðvelt að gleyma gegndarlausri sóun og rányrkju sem fór fram með allt of stórum fiskiskipaflota og óhagkvæmum einingum í sjávarútveginum. Afkoma greinarinnar var afleit og eingöngu hægt að bjarga henni með reglulegum gengisfellingum. Ólínu finnst vont að íslenzkur fiskur skuli fluttur til útlanda og unninn í útlendum fiskvinnslustöðvum. Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að hún vilji leggja hömlur á slíkan útflutning og þar með á það alþjóðlega viðskiptafrelsi sem flokkur hennar styður, að minnsta kosti í orði kveðnu. Þingmaðurinn vill innleiða "samfélagsleg gildi" og byggðasjónarmið í sjávarútveginn og bjarga honum frá "tilviljanakenndum markaðslögmálum". Þetta er kunnugleg orðræða stjórnmálamanna í löndum þar sem sjávarútvegurinn er rekinn sem ríkisstyrktur bónbjargaatvinnuvegur en ekki sem undirstöðuatvinnugrein. Þegar málflutningur stjórnarliðsins er á þennan veg er engin furða að atvinnurekendur krefjist þess að fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar verði neglt niður áður en þeir gera kjarasamninga. Og það er heldur engin furða að mikill meirihluti almennings vilji samkvæmt könnunum fara samningaleiðina; halda núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi en semja upp á nýtt við útgerðina um gjald hennar fyrir auðlindina. Fyrir þeirri leið er meirihluti í stuðningsliði stjórnarflokkanna beggja, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Kvótakerfið er ekki gallalaust, en engu að síður það kerfi sem hefur reynzt bezt við fiskveiðistjórnun. Þegar mörg önnur kerfi þjóðfélagsins eru í uppnámi er ekki ástæða til að rústa eitt af þeim sem virka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis og einn af talsmönnum stjórnarliðsins í sjávarútvegsmálum, skrifaði merkilega grein í Fréttablaðið í gær, þar sem hún útlistar hvernig skapa megi nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og hvetur íslenzka jafnaðarmenn til dáða í málinu. Grein Ólínu er ekki sízt athyglisverð fyrir þær sakir, að þar fæst hún ekki eingöngu við það grundvallarálitamál hvernig megi í nafni réttlætis tryggja að hluti af arðinum af fiskveiðiauðlindinni renni til almennings. Hún vill í raun umbylta núverandi stjórnkerfi fiskveiða með enn róttækari hætti en sumir aðrir talsmenn svokallaðrar fyrningarleiðar í sjávarútvegi, sem er hin formlega stefna ríkisstjórnarinnar og mörgum þykir nógu róttæk. Þótt Ólína segist vilja eyða óvissu um fiskveiðistjórnina verður ekki annað séð en að hún tali fyrir breytingum sem gætu haft allt annað en fyrirsjáanlegar afleiðingar. Hún vill til dæmis gefa handfæraveiðar við landið frjálsar og virðist vera búin að gleyma þeim árum þegar trillusjómenn fiskuðu tugi þúsunda tonna umfram kvóta og ráðgjöf vísindamanna. Frjálsar veiðar stuðla ekki að ábyrgri umgengni við auðlindina. Ólínu finnst hið versta mál að "mörg þúsund störf hafi farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar". Kannski finnst henni líka vont að vélvæðing og stækkun búa í landbúnaði hafi kostað tugi þúsunda starfa undanfarna öld eða svo. Það er furðu auðvelt að gleyma gegndarlausri sóun og rányrkju sem fór fram með allt of stórum fiskiskipaflota og óhagkvæmum einingum í sjávarútveginum. Afkoma greinarinnar var afleit og eingöngu hægt að bjarga henni með reglulegum gengisfellingum. Ólínu finnst vont að íslenzkur fiskur skuli fluttur til útlanda og unninn í útlendum fiskvinnslustöðvum. Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að hún vilji leggja hömlur á slíkan útflutning og þar með á það alþjóðlega viðskiptafrelsi sem flokkur hennar styður, að minnsta kosti í orði kveðnu. Þingmaðurinn vill innleiða "samfélagsleg gildi" og byggðasjónarmið í sjávarútveginn og bjarga honum frá "tilviljanakenndum markaðslögmálum". Þetta er kunnugleg orðræða stjórnmálamanna í löndum þar sem sjávarútvegurinn er rekinn sem ríkisstyrktur bónbjargaatvinnuvegur en ekki sem undirstöðuatvinnugrein. Þegar málflutningur stjórnarliðsins er á þennan veg er engin furða að atvinnurekendur krefjist þess að fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar verði neglt niður áður en þeir gera kjarasamninga. Og það er heldur engin furða að mikill meirihluti almennings vilji samkvæmt könnunum fara samningaleiðina; halda núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi en semja upp á nýtt við útgerðina um gjald hennar fyrir auðlindina. Fyrir þeirri leið er meirihluti í stuðningsliði stjórnarflokkanna beggja, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Kvótakerfið er ekki gallalaust, en engu að síður það kerfi sem hefur reynzt bezt við fiskveiðistjórnun. Þegar mörg önnur kerfi þjóðfélagsins eru í uppnámi er ekki ástæða til að rústa eitt af þeim sem virka.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun