Gaurasamfélagið Hallgrímur Helgason skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar