Til flokkssystkina Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 7. febrúar 2011 00:01 Þessi dálkur er ágætis fótskemill fyrir akkúrat þá manngerð sem flestum leiðist. „Besserwisser", tökuorði úr þýsku (ótrúlegt), hefur stundum verið borað inn í íslenskuna sem „beturvitringur". Beturvitringur er oftast skilgreindur sem ágætlega gefinn einstaklingur sem er óhræddur við að leiða nærstöddum það fyrir sjónir að hann hefur meiri og betri upplýsingar og vitneskju um allt milli himins og jarðar, ef ekki nákvæmari og réttari. Ekki síður á það við skoðanir og smekk, sem er þá í öllu falli betur ígrundaðri og vandaðri. Knappt pistlaformið er skattaparadís fyrir hugsuði af þessu tagi. Þar sem þeir tala þar til þeir eru mettir en þurfa ekki einu sinni að finna andvara úr annarri átt en þeirri sem þeir láta berast með. Geta verið einir í heiminum - brennt hafragrautinn og gengið á grasinu. Sem er fullkomið fyrirkomulag því betrihugsuðurinn veit að hann hefur alltaf rétt fyrir sér - það er ekkert sem reynir jafn mikið á þolinmæði hans og að þurfa til málamynda að leyfa vitleysingunum að tjá sínar skoðanir. Besserwisserar kannast allir við þann ólgandi innri pirring meðan þeir telja þær löngu sekúndur. Sókrates vissi það eitt að hann vissi ekki neitt. Besserwisserinn veit hins vegar að aðrir vita ekki neitt. Það má taka fram að ég er örugglega þessi týpa. Mér hættir til að vilja eiga síðasta orðið, ég er sérstaklega svag fyrir smáatriðum sem tengjast fullkomnunaráráttu minni og ég breiði út fagnaðarerindi um það sem mér líkar persónulega - finnst það jafnvel skylda mín að hjálpa fólki að gera líf sitt skemmtilegra. Ímyndið ykkur fjölskylduboð þar sem ég er í sannfæringarham. Þið mynduð fara snemma. En af því að hér er ég stödd í plássi sem beturvitringar eiga að nota til að koma einhverju sem þeir vita betur á framfæri er boðskapur dagsins sérstaklega tileinkaður systkinum mínum af sömu sort. Einkum þeim sem hárreita sig yfir smekk fólks og hugðarefnum og froðufella yfir mest lesnu fréttunum; Sveppa og Audda, Hamborgarafabrikkunni og Lindsey Lohan. Vita betur, vita hvað fólki ætti að finnast skemmtilegt að dunda sér við - standa sjálfir að eigin mati á æðra plani og vilja veiða aðra með sér þangað upp. Huggunarorðin eru þessi: Froðan er það sem heldur æðra planinu gangandi. Án annars væri hitt ekki til. Og svo er þetta eilífðarspurningin; hvað er froða og hvað ekki og hverja eigum við velja í nefnd til að ákveða það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun
Þessi dálkur er ágætis fótskemill fyrir akkúrat þá manngerð sem flestum leiðist. „Besserwisser", tökuorði úr þýsku (ótrúlegt), hefur stundum verið borað inn í íslenskuna sem „beturvitringur". Beturvitringur er oftast skilgreindur sem ágætlega gefinn einstaklingur sem er óhræddur við að leiða nærstöddum það fyrir sjónir að hann hefur meiri og betri upplýsingar og vitneskju um allt milli himins og jarðar, ef ekki nákvæmari og réttari. Ekki síður á það við skoðanir og smekk, sem er þá í öllu falli betur ígrundaðri og vandaðri. Knappt pistlaformið er skattaparadís fyrir hugsuði af þessu tagi. Þar sem þeir tala þar til þeir eru mettir en þurfa ekki einu sinni að finna andvara úr annarri átt en þeirri sem þeir láta berast með. Geta verið einir í heiminum - brennt hafragrautinn og gengið á grasinu. Sem er fullkomið fyrirkomulag því betrihugsuðurinn veit að hann hefur alltaf rétt fyrir sér - það er ekkert sem reynir jafn mikið á þolinmæði hans og að þurfa til málamynda að leyfa vitleysingunum að tjá sínar skoðanir. Besserwisserar kannast allir við þann ólgandi innri pirring meðan þeir telja þær löngu sekúndur. Sókrates vissi það eitt að hann vissi ekki neitt. Besserwisserinn veit hins vegar að aðrir vita ekki neitt. Það má taka fram að ég er örugglega þessi týpa. Mér hættir til að vilja eiga síðasta orðið, ég er sérstaklega svag fyrir smáatriðum sem tengjast fullkomnunaráráttu minni og ég breiði út fagnaðarerindi um það sem mér líkar persónulega - finnst það jafnvel skylda mín að hjálpa fólki að gera líf sitt skemmtilegra. Ímyndið ykkur fjölskylduboð þar sem ég er í sannfæringarham. Þið mynduð fara snemma. En af því að hér er ég stödd í plássi sem beturvitringar eiga að nota til að koma einhverju sem þeir vita betur á framfæri er boðskapur dagsins sérstaklega tileinkaður systkinum mínum af sömu sort. Einkum þeim sem hárreita sig yfir smekk fólks og hugðarefnum og froðufella yfir mest lesnu fréttunum; Sveppa og Audda, Hamborgarafabrikkunni og Lindsey Lohan. Vita betur, vita hvað fólki ætti að finnast skemmtilegt að dunda sér við - standa sjálfir að eigin mati á æðra plani og vilja veiða aðra með sér þangað upp. Huggunarorðin eru þessi: Froðan er það sem heldur æðra planinu gangandi. Án annars væri hitt ekki til. Og svo er þetta eilífðarspurningin; hvað er froða og hvað ekki og hverja eigum við velja í nefnd til að ákveða það?