Norðurslóðir í deiglunni Össur Skarphéðinsson skrifar 20. janúar 2011 06:15 Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun