Andlit kynlausrar tísku 27. febrúar 2011 06:00 Pejic sýnir hér nýja kvenlínu Jean-Paul Gaultier. Söngkonan Rihanna klæddist þessum kjól á Grammy-verðlaunahátíðinni. Nordicphotos/Getty Serbneska fyrirsætan Andrej Pejic hefur heillað tískuheiminn undanfarna mánuði en hann vakti fyrst athygli er hann sýndi fötin hjá hönnuðinum Jean Paul Gaultier í desember síðastliðinn. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Pejic er aðeins nítján ára gamall og flúði föðurland sitt, Bosníu-Hersegóvínu, á tíunda áratugnum og hefur síðan þá búið í Ástralíu. Hann hefur verið ráðinn af hönnuðum til að sýna bæði herra- og kvenfatnað og situr meðal annars fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir vorlínu Marcs Jacobs. Útlit hans þykir sérstaklega kvenlegt og vöxturinn sömuleiðis og er hann orðinn andlit þess sem kallað hefur verið „kynlausrar tísku", það er að segja tísku sem hentar báðum kynjum. Pejic segist ekki eiga í vandræðum með að sýna kvenmannsföt og viðurkennir að honum þyki gaman að láta dekra við sig baksviðs af förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki.- smAndrej Pejic baksviðs á sýningu Custo Barcelona á tískuvikunni í New York nú í febrúar. Pejic hefur verið vinsæll á tískupöllunum í ár.Pejic sýnir fatnað hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic í förðunarstólnum skömmu fyrir sýningu hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic myndaður baksviðs á sýningu Odyn Vovk á tískuvikunni í New York sem fram fór í byrjun febrúar. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Serbneska fyrirsætan Andrej Pejic hefur heillað tískuheiminn undanfarna mánuði en hann vakti fyrst athygli er hann sýndi fötin hjá hönnuðinum Jean Paul Gaultier í desember síðastliðinn. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Pejic er aðeins nítján ára gamall og flúði föðurland sitt, Bosníu-Hersegóvínu, á tíunda áratugnum og hefur síðan þá búið í Ástralíu. Hann hefur verið ráðinn af hönnuðum til að sýna bæði herra- og kvenfatnað og situr meðal annars fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir vorlínu Marcs Jacobs. Útlit hans þykir sérstaklega kvenlegt og vöxturinn sömuleiðis og er hann orðinn andlit þess sem kallað hefur verið „kynlausrar tísku", það er að segja tísku sem hentar báðum kynjum. Pejic segist ekki eiga í vandræðum með að sýna kvenmannsföt og viðurkennir að honum þyki gaman að láta dekra við sig baksviðs af förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki.- smAndrej Pejic baksviðs á sýningu Custo Barcelona á tískuvikunni í New York nú í febrúar. Pejic hefur verið vinsæll á tískupöllunum í ár.Pejic sýnir fatnað hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic í förðunarstólnum skömmu fyrir sýningu hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic myndaður baksviðs á sýningu Odyn Vovk á tískuvikunni í New York sem fram fór í byrjun febrúar.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira