Ekki verður samið frekar um Icesave 21. febrúar 2011 03:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." [email protected] [email protected] Icesave Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." [email protected] [email protected]
Icesave Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira