Litlir víkingar og vígalegar valkyrjur 5. mars 2011 06:00 Íslenskir víkingabúningar eftir Ríkey Kristjánsdóttur og Diljá Jónsdóttur. Ný lína af íslenskum víkingabúningum frá hönnuðum barnafatalínunnar Húnihún er væntanleg á markaðinn um helgina. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður og Diljá Jónsdóttir klæðskeri eru hönnuðir drengjafatalínunnar Húnihún í Kirsuberjatrénu. Núna hafa þær bætt við línuna víkingabúningum. „Við erum að þrykkja á búningana víkingatákn og þeir eru bara að þorna," segir Ríkey. „Þeir verða komnir í Kirsuberjatréð um helgina." Línan inniheldur víkingamussu, buxur og skyrtu, kjól og svuntu en þær stöllur vildu að stelpurnar gætu fundið á sig búning þótt Húnihún línan leggi áherslu á drengjaföt. „Við reynum að vera trúar víkingatímanum og notum lítið meðhöndlaða bómull sem við litum sjálfar. Saumar eru grófir overlock-saumar og við notum skábönd í stað leðurbanda, höfum þetta frekar hrátt. En þó þetta séu búningar er þó alveg hægt að nota fötin dags daglega í leikskólanum. Buxurnar eru til dæmis flottar með einhverju öðru og þetta eru bómullarföt sem þægilegt er að vera í." Ríkey og Diljá vinna nú að vorlínu Húnihún og eru einnig að bæta við rúmfatnaði. Nánar má forvitnast um Húnihún á Facebook.- rat Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ný lína af íslenskum víkingabúningum frá hönnuðum barnafatalínunnar Húnihún er væntanleg á markaðinn um helgina. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður og Diljá Jónsdóttir klæðskeri eru hönnuðir drengjafatalínunnar Húnihún í Kirsuberjatrénu. Núna hafa þær bætt við línuna víkingabúningum. „Við erum að þrykkja á búningana víkingatákn og þeir eru bara að þorna," segir Ríkey. „Þeir verða komnir í Kirsuberjatréð um helgina." Línan inniheldur víkingamussu, buxur og skyrtu, kjól og svuntu en þær stöllur vildu að stelpurnar gætu fundið á sig búning þótt Húnihún línan leggi áherslu á drengjaföt. „Við reynum að vera trúar víkingatímanum og notum lítið meðhöndlaða bómull sem við litum sjálfar. Saumar eru grófir overlock-saumar og við notum skábönd í stað leðurbanda, höfum þetta frekar hrátt. En þó þetta séu búningar er þó alveg hægt að nota fötin dags daglega í leikskólanum. Buxurnar eru til dæmis flottar með einhverju öðru og þetta eru bómullarföt sem þægilegt er að vera í." Ríkey og Diljá vinna nú að vorlínu Húnihún og eru einnig að bæta við rúmfatnaði. Nánar má forvitnast um Húnihún á Facebook.- rat
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira