Sér fötin fyrir sér 10. mars 2011 13:00 Fréttablaðið/Arnþór Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." [email protected] Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." [email protected]
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira