Klíkustríð kostar þrjú líf í Kaupmannahöfn 15. mars 2011 06:00 Ofbeldishrina Fjölmörg mál tengd deilum glæpahópa hafa komið til kasta lögreglu að undanförnu. Þrír hafa látið lífið á innan við viku. Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira