Óvissa um hvað er á seyði í kjarnaofnum 17. mars 2011 01:00 Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira