Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi 17. mars 2011 07:00 stefán Þór Þorgeirsson Stefán hefur undirbúið Japansför sína í tæp tvö ár, en nú hefur AFS tekið fyrir allar skiptinemaferðir til landsins næsta hálfa árið.fréttablaðið/valli „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira