Fá sólpall og heitan pott í lóðarkaupum 18. mars 2011 05:00 Sólpalli markaður staður Vinir Agnars Sigurðssonar minntust þess í síðustu viku að hundrað ár eru frá fæðingu hans og mörkuðu væntanlegum sólpalli stað með vískidreitli. Sólpallurinn ber nafn Agnars og heitir Aggapallur. Neðan við hann verður heiti potturinn Guðlaug.MYnd/Úr Einkasafni Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira