Úr þungarokki í þjóðlagapopp 29. mars 2011 07:00 Kristján fetar nýjar slóðir á nýrri stuttskífu sem nefnist From This Day Forward. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er miklu mýkri en leðurjakkinn gefur til kynna," segir Kristján B. Heiðarsson, trommari og forsprakki þungarokkssveitarinnar Changer. Kristján, sem starfar sem leikskólakennari, hefur gefið út stuttskífuna From This Day Forward þar sem hann spilar og syngur þjóðlagaskotin popplög sem eru órafjarri þeirri tónlist sem hann hefur hingað til flutt. „Það hafa margir verið að benda mér á að þeir hafi ekki átt von á svona fjölbreytni frá mér. Það er gaman að koma á óvart," segir Kristján og viðurkennir að ekki séu allir jafnsáttir við tónlistarsmekk sinn. „Ég hef lent í mörgum rifrildum við félaga mína um það sem ég hlusta á sem telst ekki gjaldgengt í metalheiminum. En ég er bara á því að góð tónlist er góð tónlist, alveg sama hvaða stefnu hún tilheyrir. Ég hlusta bara á það sem mér sýnist og það kemur engum öðrum við," segir hann léttur. Lögin þrjú sem eru á stuttskífunni voru tilbúin fyrir tveimur árum. „Eins og kannski heyrist í textunum snýst þetta um stúlku. Þessi lög eru ákveðið uppgjör við nokkurra ára tímabili í mínu lífi og þess vegna vildi ég koma þessu frá mér áður en ég færi gera meira," segir Kristján, sem er að undirbúa stóra sólóplötu sem verður öll sungin á íslensku. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sér um hljómborðsleik og forritun á stuttskífunni, auk þess að eiga heiðurinn af upptökum og hljóðblöndun. Til að byrja með verður From This Day Forward eingöngu fáanleg í gegnum tónlistarveituna Gogoyoko.com. -fb Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég er miklu mýkri en leðurjakkinn gefur til kynna," segir Kristján B. Heiðarsson, trommari og forsprakki þungarokkssveitarinnar Changer. Kristján, sem starfar sem leikskólakennari, hefur gefið út stuttskífuna From This Day Forward þar sem hann spilar og syngur þjóðlagaskotin popplög sem eru órafjarri þeirri tónlist sem hann hefur hingað til flutt. „Það hafa margir verið að benda mér á að þeir hafi ekki átt von á svona fjölbreytni frá mér. Það er gaman að koma á óvart," segir Kristján og viðurkennir að ekki séu allir jafnsáttir við tónlistarsmekk sinn. „Ég hef lent í mörgum rifrildum við félaga mína um það sem ég hlusta á sem telst ekki gjaldgengt í metalheiminum. En ég er bara á því að góð tónlist er góð tónlist, alveg sama hvaða stefnu hún tilheyrir. Ég hlusta bara á það sem mér sýnist og það kemur engum öðrum við," segir hann léttur. Lögin þrjú sem eru á stuttskífunni voru tilbúin fyrir tveimur árum. „Eins og kannski heyrist í textunum snýst þetta um stúlku. Þessi lög eru ákveðið uppgjör við nokkurra ára tímabili í mínu lífi og þess vegna vildi ég koma þessu frá mér áður en ég færi gera meira," segir Kristján, sem er að undirbúa stóra sólóplötu sem verður öll sungin á íslensku. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sér um hljómborðsleik og forritun á stuttskífunni, auk þess að eiga heiðurinn af upptökum og hljóðblöndun. Til að byrja með verður From This Day Forward eingöngu fáanleg í gegnum tónlistarveituna Gogoyoko.com. -fb
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira