Ekkert leiðinlegt lag 5. apríl 2011 20:30 The Strokes er mikilvægasta hljómsveit síðustu ára. Engin hljómsveit sem var stofnuð um eða eftir aldamót hefur haft jafn mikil áhrif á tónlistarheiminn og The Strokes hafði með fyrstu plötunni sinni, Is This it. The Strokes er líka mjög stöðug hljómsveit; gaf út þrjár plötur á árunum 2001 til 2006 – allar góðar – og nú er sú fjórða komin út. Stenst hún væntingar? Stutta svarið er: „Já". Langa svarið kemur hér fyrir neðan. Angles er að flestu leyti plata sem mátti búast við frá Strokes. Hljómurinn er svipaður og áður, lögin eru í svipuðum stíl, skemmtileg, fersk, áreynslulaus. Hljómsveitin reynir ekki að finna upp hjólið, fer oft troðnar slóðir, en bregður sér einstaka sinnum út fyrir rammann með góðum árangri. Útúrdúrinn felst oftast í rafrænum æfingum með hljóðgervlum, sem eru yfirleitt mjög vel heppnaðar.Julian Casablancas og Albert Hammond Jr. á tónleikum síðasta haust.Plötunni er í rauninni skipt í tvennt. Annar hlutinn samanstendur af hefðbundnu Strokes-lögunum; taktfastir rokkslagarar með skemmtilegum gítaræfingum og frábærum söng Julians Casablancas. Hinn hlutinn samanstendur af furðulegri lögum innblásnum af níunda áratug síðustu aldar með drungalegu andrúmslofti og frábærum söng Julians Casablancas. Angles er frábær plata. Hún er heilsteypt, en lögin Machu Picchu, Two Kinds of Happiness, Games og smáskífulagið Under Cover of Darkness standa upp úr. Þá er hið drungalega Metabolism alveg frábært rétt eins og lokalagið Life Is Simple in the Moonlight (hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan). Ekkert leiðinlegt lag, þótt þau séu ekki öll meistaraverk. Tíðar fréttir af ósætti innan The Strokes hafa greinilega lítið að segja um ávexti samvinnu hljómsveitarinnar, sem er í hörkuformi. Það er mars og við erum mögulega búin að finna plötu ársins. - afb Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
The Strokes er mikilvægasta hljómsveit síðustu ára. Engin hljómsveit sem var stofnuð um eða eftir aldamót hefur haft jafn mikil áhrif á tónlistarheiminn og The Strokes hafði með fyrstu plötunni sinni, Is This it. The Strokes er líka mjög stöðug hljómsveit; gaf út þrjár plötur á árunum 2001 til 2006 – allar góðar – og nú er sú fjórða komin út. Stenst hún væntingar? Stutta svarið er: „Já". Langa svarið kemur hér fyrir neðan. Angles er að flestu leyti plata sem mátti búast við frá Strokes. Hljómurinn er svipaður og áður, lögin eru í svipuðum stíl, skemmtileg, fersk, áreynslulaus. Hljómsveitin reynir ekki að finna upp hjólið, fer oft troðnar slóðir, en bregður sér einstaka sinnum út fyrir rammann með góðum árangri. Útúrdúrinn felst oftast í rafrænum æfingum með hljóðgervlum, sem eru yfirleitt mjög vel heppnaðar.Julian Casablancas og Albert Hammond Jr. á tónleikum síðasta haust.Plötunni er í rauninni skipt í tvennt. Annar hlutinn samanstendur af hefðbundnu Strokes-lögunum; taktfastir rokkslagarar með skemmtilegum gítaræfingum og frábærum söng Julians Casablancas. Hinn hlutinn samanstendur af furðulegri lögum innblásnum af níunda áratug síðustu aldar með drungalegu andrúmslofti og frábærum söng Julians Casablancas. Angles er frábær plata. Hún er heilsteypt, en lögin Machu Picchu, Two Kinds of Happiness, Games og smáskífulagið Under Cover of Darkness standa upp úr. Þá er hið drungalega Metabolism alveg frábært rétt eins og lokalagið Life Is Simple in the Moonlight (hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan). Ekkert leiðinlegt lag, þótt þau séu ekki öll meistaraverk. Tíðar fréttir af ósætti innan The Strokes hafa greinilega lítið að segja um ávexti samvinnu hljómsveitarinnar, sem er í hörkuformi. Það er mars og við erum mögulega búin að finna plötu ársins. - afb
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira