Lagfæra brotalamir í ættleiðingarlöggjöf 31. mars 2011 06:45 Ættleitt Fjölmargar tillögur um úrbætur á lögum um ættleiðingar eru í nýlegri úttekt sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið.Nordicphotos/AFP Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira