„Við teljum okkur örugga með að leggja mat slitastjórnarinnar á verðmæti þrotabúsins til grundvallar," segir Jóhannes Karl Sveinsson, sem sæti átti í samninganefnd Íslands í Icesave-málinu. „Það hefur verið góður stígangi í matinu, á hverjum degi eru lán að breytast í peninga og betri mynd fæst á eignasafnið."
Samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir að láta ekki gera sjálfstætt mat á eignasafninu. Jóhannes segir nefndina í raun ekki hafa haft neina aðkomu að búinu og því ekki haft neinn rétt til að skoða eignirnar betur en aðrir, en hafi fengið góðar upplýsingar. Skilanefndin sé í bestu aðstöðunni til að meta eignirnar, og vinna hennar hafi verið yfirfarin af Deloitte.
Jóhannes býst ekki við vandræðum með afborganir nýja Landsbankans af um 300 milljarða skuldabréfi til þrotabúsins. Í bréfinu sé ákvæði um frestun á greiðslum í erlendri mynt sé ekki til staðar virkur gjaldeyrismarkaður. Samninganefndin fékk upplýsingar um mat á verðmætum eignum á borð við Iceland Foods. Jóhannes segir líklegt að mat skilanefndarinnar sé varlegt og því viðbúið að sala á bréfunum skili meiru en matið bendi til.
Öruggir með mat slitastjórnar

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent


Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Hækkanir í Kauphöllinni á ný
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent