Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Per Sanderud, Forseti ESA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur unnið 27 af 29 málum sem höfðuð hafa verið á hendur ríkjum fyrir EFTA-dómstólnum vegna brota á Samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES).Fréttablaðið/Anton Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. Dómsmál ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum vegna Icesave er þegar í farvegi. Málareksturinn er hins vegar í biðstöðu fram yfir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði staðfest lögin um ríkisábyrgð skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda (TIF) vegna Icesave er sjálfhætt við málareksturinn. Í áminningarbréfi ESA frá því í maí í fyrra kemur fram að stofnunin telji ótvíræða skyldu íslenskra stjórnvalda til að ábyrgjast innstæður breskra og hollenskra sparifjáreigenda á Icesave-reikningum Landsbankans að því ríflega tuttugu þúsund evra lágmarki sem reglur um innstæðutryggingar kváðu á um. Fari hins vegar svo að nýjum Icesave-samningi verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfa stjórnvöld hér að svara áminningarbréfi ESA og taka til varna í málarekstrinum á hendur ríkinu. Í framhaldinu kæmi svo frá ESA svokallað rökstutt álit og málinu kynni að verða vísað til EFTA-dómstólsins. Þar færu fram vitnaleiðslur, kallað yrði eftir gögnum og Evrópulönd og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fengju að leggja fram athugasemdir sínar. Ferlið er þó ekki jafntímafrekt og það hljómar. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki ólíklegt að ár gæti liðið milli þjóðaratkvæðagreiðslunnar og dóms hjá EFTA-dómstólnum. Skúli Magnússon, ritari dómstólsins, segir að þar hafi alla jafna verið skorið úr og réttað í málum á mjög skömmum tíma. „Um leið og mál er komið hingað er það rekið eins hratt og mögulegt er. Það á við um öll mál," segir hann. Flókið að spá fyrir um framvindunaÍ viðtali við Fréttablaðið í byrjun síðasta mánaðar áréttaði Skúli að mögulegur dómur EFTA-dómstólsins næði ekki til skaðabótaskyldu íslenska ríkisins, hvort heldur sem það væri vegna brots gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða gegn grunnreglunni um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Mál sem ESA höfði snúist um hvort íslenska ríkið hafi fullnægt skyldum sínum gagnvart EES-samningnum. „Liggi síðan fyrir að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt kemur upp spurningin um hvort stofnast hafi til skaðabótaskyldu," sagði hann. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum, sem aftur þyrftu að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. Íslenska lögmenn greinir á um líkur þess að dómur falli Íslendingum í óhag, en bent hefur verið á að ESA hefur eingöngu tapað tveimur af 29 samningsbrotamálum sem stofnunin hefur farið með. Verði íslenska ríkið talið brotlegt þarf að sögn Skúla að fullnægja frekari skilyrðum til þess að stofnist til skaðabótaskyldu. „Þau eru einkum skilyrði um að brot sé nægjanlega alvarlegt." Sömuleiðis segir Skúli að færi svo að íslenskir dómstólar dæmdu málið með þeim hætti að væri talið samræmast EES-samningnum og skuldbindingum Íslands samkvæmt honum væri hægt að sjá fyrir sér alls konar framhald á málinu. „Milliríkjadeilunni lýkur ekki endilega við niðurstöðu íslenskra dómstóla," segir hann. Þannig gæti niðurstaða dómsmáls hér kallað á viðbrögð frá Evrópusambandinu og meint brot íslenskra dómstóla gegn EES-reglum lent aftur á borði ESA. „Þetta er býsna flókið mat og erfitt að sjá fyrir sér framvinduna." Í grein Margrétar Einarsdóttur, kennara í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík og forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar, í Fréttablaðinu 17. mars segist hún hallast að því að verulegar líkur séu á því að íslenska ríkið myndi bíða lægri hlut í máli fyrir EFTA-dómstólnum. „Við fall bankanna í október 2008 voru innistæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innistæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Í þessu felst óbein mismunun á grundvelli þjóðernis," segir hún og telur því að öllum líkindum um skýrt brot að ræða gegn fjórðu grein EES-samningsins. Þá sé á því byggt í áminningarbréfi ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar þar sem íslenska ríkið hafi ekki séð til þess að hér á landi væri komið á fót innistæðutryggingakerfi sem virkaði. Bótaábyrgð gæti náð til heildarinnstæðna„Dómur EFTA-dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins," segir Margrét í grein sinni. Hún telur vafa leika á því hvort brot landsins á því að innleiða tilskipunin um innstæðutryggingar sé nægilega alvarlegt til þess að varða bótaábyrgð.„Hins vegar má telja verulegar líkur á því að brot íslenska ríkisins gegn banni við mismunun á grundvelli þjóðernis, sem er algjör grundvallarregla EES-réttarins, yrði talið nægjanlega alvarlegt," segir hún og kveður íslenska ríkið því að minnsta kosti talið bótaskylt á þeim grundvelli. „Þá er það áhyggjuefni að Bretar og Hollendingar gætu fyrir íslenskum dómstólum byggt á því að vegna brota á fjórðu grein EES-samningsins bæri íslenska ríkið bótaábyrgð á heildarinnistæðum innistæðueiganda í Bretlandi og Hollandi en ekki einungis þeirri fjárhæð sem samsvarar innistæðutryggingu að 20.000 evrum. Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en hún er samkvæmt því samkomulagi sem nú hefur náðst. Þá myndi skuldin væntanlega öll falla í gjalddaga við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar." Icesave fréttaskýringar Icesave Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. Dómsmál ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum vegna Icesave er þegar í farvegi. Málareksturinn er hins vegar í biðstöðu fram yfir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði staðfest lögin um ríkisábyrgð skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda (TIF) vegna Icesave er sjálfhætt við málareksturinn. Í áminningarbréfi ESA frá því í maí í fyrra kemur fram að stofnunin telji ótvíræða skyldu íslenskra stjórnvalda til að ábyrgjast innstæður breskra og hollenskra sparifjáreigenda á Icesave-reikningum Landsbankans að því ríflega tuttugu þúsund evra lágmarki sem reglur um innstæðutryggingar kváðu á um. Fari hins vegar svo að nýjum Icesave-samningi verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfa stjórnvöld hér að svara áminningarbréfi ESA og taka til varna í málarekstrinum á hendur ríkinu. Í framhaldinu kæmi svo frá ESA svokallað rökstutt álit og málinu kynni að verða vísað til EFTA-dómstólsins. Þar færu fram vitnaleiðslur, kallað yrði eftir gögnum og Evrópulönd og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fengju að leggja fram athugasemdir sínar. Ferlið er þó ekki jafntímafrekt og það hljómar. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki ólíklegt að ár gæti liðið milli þjóðaratkvæðagreiðslunnar og dóms hjá EFTA-dómstólnum. Skúli Magnússon, ritari dómstólsins, segir að þar hafi alla jafna verið skorið úr og réttað í málum á mjög skömmum tíma. „Um leið og mál er komið hingað er það rekið eins hratt og mögulegt er. Það á við um öll mál," segir hann. Flókið að spá fyrir um framvindunaÍ viðtali við Fréttablaðið í byrjun síðasta mánaðar áréttaði Skúli að mögulegur dómur EFTA-dómstólsins næði ekki til skaðabótaskyldu íslenska ríkisins, hvort heldur sem það væri vegna brots gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða gegn grunnreglunni um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Mál sem ESA höfði snúist um hvort íslenska ríkið hafi fullnægt skyldum sínum gagnvart EES-samningnum. „Liggi síðan fyrir að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt kemur upp spurningin um hvort stofnast hafi til skaðabótaskyldu," sagði hann. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum, sem aftur þyrftu að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. Íslenska lögmenn greinir á um líkur þess að dómur falli Íslendingum í óhag, en bent hefur verið á að ESA hefur eingöngu tapað tveimur af 29 samningsbrotamálum sem stofnunin hefur farið með. Verði íslenska ríkið talið brotlegt þarf að sögn Skúla að fullnægja frekari skilyrðum til þess að stofnist til skaðabótaskyldu. „Þau eru einkum skilyrði um að brot sé nægjanlega alvarlegt." Sömuleiðis segir Skúli að færi svo að íslenskir dómstólar dæmdu málið með þeim hætti að væri talið samræmast EES-samningnum og skuldbindingum Íslands samkvæmt honum væri hægt að sjá fyrir sér alls konar framhald á málinu. „Milliríkjadeilunni lýkur ekki endilega við niðurstöðu íslenskra dómstóla," segir hann. Þannig gæti niðurstaða dómsmáls hér kallað á viðbrögð frá Evrópusambandinu og meint brot íslenskra dómstóla gegn EES-reglum lent aftur á borði ESA. „Þetta er býsna flókið mat og erfitt að sjá fyrir sér framvinduna." Í grein Margrétar Einarsdóttur, kennara í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík og forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar, í Fréttablaðinu 17. mars segist hún hallast að því að verulegar líkur séu á því að íslenska ríkið myndi bíða lægri hlut í máli fyrir EFTA-dómstólnum. „Við fall bankanna í október 2008 voru innistæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innistæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Í þessu felst óbein mismunun á grundvelli þjóðernis," segir hún og telur því að öllum líkindum um skýrt brot að ræða gegn fjórðu grein EES-samningsins. Þá sé á því byggt í áminningarbréfi ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar þar sem íslenska ríkið hafi ekki séð til þess að hér á landi væri komið á fót innistæðutryggingakerfi sem virkaði. Bótaábyrgð gæti náð til heildarinnstæðna„Dómur EFTA-dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins," segir Margrét í grein sinni. Hún telur vafa leika á því hvort brot landsins á því að innleiða tilskipunin um innstæðutryggingar sé nægilega alvarlegt til þess að varða bótaábyrgð.„Hins vegar má telja verulegar líkur á því að brot íslenska ríkisins gegn banni við mismunun á grundvelli þjóðernis, sem er algjör grundvallarregla EES-réttarins, yrði talið nægjanlega alvarlegt," segir hún og kveður íslenska ríkið því að minnsta kosti talið bótaskylt á þeim grundvelli. „Þá er það áhyggjuefni að Bretar og Hollendingar gætu fyrir íslenskum dómstólum byggt á því að vegna brota á fjórðu grein EES-samningsins bæri íslenska ríkið bótaábyrgð á heildarinnistæðum innistæðueiganda í Bretlandi og Hollandi en ekki einungis þeirri fjárhæð sem samsvarar innistæðutryggingu að 20.000 evrum. Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en hún er samkvæmt því samkomulagi sem nú hefur náðst. Þá myndi skuldin væntanlega öll falla í gjalddaga við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar."
Icesave fréttaskýringar Icesave Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00