Alþjóðaheilbrigðisdagurinn Guðbjartur Hannesson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Hinn sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Með þessu móti er þjóðum heims boðið að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á máli sem eflir heilsu okkar. Að þessu sinni hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki nýtt vandamál er það að verða varasamara en áður. Íslendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa gripið til aðgerða að undanförnu til að sporna við þessu vandamáli. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við stöndum ekki í sömu sporum og við gerðum fyrir daga sýklalyfja. Allir þurfa að taka þátt í þessu átaki: Stjórnvöld, almenningur, sjúklingar, læknar sem ávísa sýklalyfjum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, svo sem lyfjafræðingar og lyfjaiðnaðurinn. Veigamest af öllu er að reyna að koma í veg fyrir smit og að hefta dreifingu smitsjúkdóma. Því skiptir þekking almennings á smitvörnum miklu máli og einföld ráð eins og góður handþvottur hafa verulega þýðingu. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Þótt notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmis er enn margt á huldu um ástæður útbreiðslunnar. Mikilvægt er að koma þekkingu til skila með réttum skilaboðum og viðbrögðum, því sýklalyf gegna mikilvægu hlutverki í meðhöndlun alvarlegra sýkinga. Því er mikilvægt að þau séu notuð á ábyrgan hátt og á réttum forsendum. Enginn dregur í efa gildi þeirra þegar þeirra er þörf. Aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni eru sérstakt vandamál sem tengist sjúkrahúsum, heilsugæslu og læknastofum. Séu slíkar sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla eykur það enn á vandann og ógnar heilsu sjúklinga með auknum kostnaði vegna dýrra sýklalyfja og lengri dvalartíma á sjúkrastofnunum. Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni. Einnig er fylgst með notkun sýklalyfja innan stofnana og utan í því skyni að greina þróunina og hvernig hún tengist myndun sýklalyfjaónæmis. Upplýsingar um notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi geta gagnast læknum sem ávísa þessum lyfjum. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst við að beina notkun sýklalyfja meðal barna og ungmenna á betri veg. Unnt er að bólusetja gegn mörgum bakteríu- og veirusýkingum, sem leiðir til fækkunar sjúkdómstilvika og minnkandi notkunar sýklalyfja. Þess er vænst að bólusetning ungbarna gegn sýkingum af völdum pneumókokka, svo sem eyrnabólgu, sem hefst í þessum mánuði, dragi úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hinn sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Með þessu móti er þjóðum heims boðið að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á máli sem eflir heilsu okkar. Að þessu sinni hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki nýtt vandamál er það að verða varasamara en áður. Íslendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa gripið til aðgerða að undanförnu til að sporna við þessu vandamáli. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við stöndum ekki í sömu sporum og við gerðum fyrir daga sýklalyfja. Allir þurfa að taka þátt í þessu átaki: Stjórnvöld, almenningur, sjúklingar, læknar sem ávísa sýklalyfjum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, svo sem lyfjafræðingar og lyfjaiðnaðurinn. Veigamest af öllu er að reyna að koma í veg fyrir smit og að hefta dreifingu smitsjúkdóma. Því skiptir þekking almennings á smitvörnum miklu máli og einföld ráð eins og góður handþvottur hafa verulega þýðingu. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Þótt notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmis er enn margt á huldu um ástæður útbreiðslunnar. Mikilvægt er að koma þekkingu til skila með réttum skilaboðum og viðbrögðum, því sýklalyf gegna mikilvægu hlutverki í meðhöndlun alvarlegra sýkinga. Því er mikilvægt að þau séu notuð á ábyrgan hátt og á réttum forsendum. Enginn dregur í efa gildi þeirra þegar þeirra er þörf. Aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni eru sérstakt vandamál sem tengist sjúkrahúsum, heilsugæslu og læknastofum. Séu slíkar sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla eykur það enn á vandann og ógnar heilsu sjúklinga með auknum kostnaði vegna dýrra sýklalyfja og lengri dvalartíma á sjúkrastofnunum. Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni. Einnig er fylgst með notkun sýklalyfja innan stofnana og utan í því skyni að greina þróunina og hvernig hún tengist myndun sýklalyfjaónæmis. Upplýsingar um notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi geta gagnast læknum sem ávísa þessum lyfjum. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst við að beina notkun sýklalyfja meðal barna og ungmenna á betri veg. Unnt er að bólusetja gegn mörgum bakteríu- og veirusýkingum, sem leiðir til fækkunar sjúkdómstilvika og minnkandi notkunar sýklalyfja. Þess er vænst að bólusetning ungbarna gegn sýkingum af völdum pneumókokka, svo sem eyrnabólgu, sem hefst í þessum mánuði, dragi úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun