Ryan Gosling ásamt leikkonunni Michelle Williams. Gosling tekur sig vel út í tvíhnepptum jakka.
Tvíhnepptu jakkafötin hafa lengi verið í uppáhaldi Karls Bretaprins, sem sást nýlega skarta einum slíkum á ferð sinni um Marokkó.
Karl Bretaprins hefur ávallt verið aðdáandi tvíhneppra jakkafata.Karl verður seint vændur um að vera þræll tískunnar en hann virðist þó hægt og sígandi komast í tísku því annar Englendingur, David Beckham, klæddist tvíhnepptum jakkafötum á tískusýningu í febrúar.
Jake Gyllenhaal tók sig vel út í tvíhnepptum smóking á Óskarnum.Tvíhnepptu jakkafötin eru einnig farin að sjást á rauða dreglinum í Hollywood. Jake Gyllenhaal klæddist tvíhnepptum smóking á Óskarsverðlaunahátíðinni og Ryan Gosling var í ljósum tvíhnepptum jakkafötum við frumsýningu.
Á tískusýningu Lanvin í janúar fyrir haust- og vetrartísku 2011 voru tvíhnepptir jakkar áberandi.Tískuhönnuðir hafa einnig lagt sitt af mörkum við að koma tvíhneppta jakkanum á kortið. Á sýningu Lanvin fyrir haust- og vetrarlínuna 2011 var að finna tvíhneppta jakka bæði við þröngar og víðar buxur.