Aldrei að víkja? Þröstur Ólafsson skrifar 19. apríl 2011 09:56 Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun