Hundruð bygginga í miðborg niðurnídd 19. apríl 2011 07:00 rústir einar Baldursgata 32 í Reykjavík er rústir einar eftir mikinn bruna. Ekkert hefur verið aðhafst varðandi endurbætur á húsinu. fréttablaðið/valli Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar.magnús sædal svavarsson „Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pottur brotinn," segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæðið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunaraðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum." Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvaralaust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tímafrest lagðar fram fyrir viðkomandi aðila. Eigendur hafi þó andmælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eigandi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum.páll hjaltason„Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin," segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á." Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd miðborgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dagsektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgarsaga," segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt." Páll segir þó vissulega tvinnast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en einfaldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar.magnús sædal svavarsson „Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pottur brotinn," segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæðið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunaraðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum." Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvaralaust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tímafrest lagðar fram fyrir viðkomandi aðila. Eigendur hafi þó andmælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eigandi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum.páll hjaltason„Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin," segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á." Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd miðborgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dagsektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgarsaga," segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt." Páll segir þó vissulega tvinnast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en einfaldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira