Leiðtogarnir á Kúbu boða breytta tíma 20. apríl 2011 00:00 Frá Kúbu. Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. Raúl hefur stjórnað landinu frá því Fidel veiktist fyrir meira en fjórum árum. Fidel hefur nýlega upplýst að í reynd hafi hann ekki stjórnað flokknum heldur síðan 2006, þótt hann hafi formlega verið skráður leiðtogi flokksins þar til nú. Á flokksþingi, sem nú er haldið í fyrsta sinn í fjórtán ár, hafa komið fram hugmyndir um margvíslegar breytingar á skipulagi efnahagsmála og stjórnmála á Kúbu. Kommúnistaflokkurinn hefur samþykkt 300 tillögur í efnahagsmálum, sem eiga að gefa efnahagslífið frjálst. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju þessar breytingar verða fólgnar en ljóst er að íbúum landsins verður nú í fyrsta sinn gert heimilt að kaupa sér húsnæði og stunda frjáls fasteignaviðskipti. Þá lagði Raoul til að valdatími helstu embættismanna landsins yrði takmarkaður við fimm ár. Bróðir hans, sem ríkti í nærri hálfa öld, segist vera fylgjandi því: „Ég er hrifinn af hugmyndinni,“ sagði Fidel. „Þetta er mál sem ég hef lengi velt fyrir mér.“ Öllum að óvörum kom Fidel á þingið og uppskar dynjandi lófatak frá þúsund flokksfulltrúum í stórum ráðstefnusal í höfuðborginni Havana. Hann skrifaði blaðagrein sem birtist á mánudag, þar sem hann sagði nýja kynslóð leiðtoga flokksins þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum í heiminum, stunda sjálfsgagnrýni og taka alla hluti til endurskoðunar. Þrátt fyrir yfirlýsingar um breytingar voru það háaldraðir félagar Castros sem kosnir voru í helstu leiðtogaembætti flokksins. Raúl er sjálfur að verða sjötugur og Jose Ramon Machado Ventura, sem kosinn var varaforseti flokksins, er orðinn áttræður. Þá var Ramiro Valdés, sem er 78 ára, kosinn í þriðju valdamestu stöðuna. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. Raúl hefur stjórnað landinu frá því Fidel veiktist fyrir meira en fjórum árum. Fidel hefur nýlega upplýst að í reynd hafi hann ekki stjórnað flokknum heldur síðan 2006, þótt hann hafi formlega verið skráður leiðtogi flokksins þar til nú. Á flokksþingi, sem nú er haldið í fyrsta sinn í fjórtán ár, hafa komið fram hugmyndir um margvíslegar breytingar á skipulagi efnahagsmála og stjórnmála á Kúbu. Kommúnistaflokkurinn hefur samþykkt 300 tillögur í efnahagsmálum, sem eiga að gefa efnahagslífið frjálst. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju þessar breytingar verða fólgnar en ljóst er að íbúum landsins verður nú í fyrsta sinn gert heimilt að kaupa sér húsnæði og stunda frjáls fasteignaviðskipti. Þá lagði Raoul til að valdatími helstu embættismanna landsins yrði takmarkaður við fimm ár. Bróðir hans, sem ríkti í nærri hálfa öld, segist vera fylgjandi því: „Ég er hrifinn af hugmyndinni,“ sagði Fidel. „Þetta er mál sem ég hef lengi velt fyrir mér.“ Öllum að óvörum kom Fidel á þingið og uppskar dynjandi lófatak frá þúsund flokksfulltrúum í stórum ráðstefnusal í höfuðborginni Havana. Hann skrifaði blaðagrein sem birtist á mánudag, þar sem hann sagði nýja kynslóð leiðtoga flokksins þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum í heiminum, stunda sjálfsgagnrýni og taka alla hluti til endurskoðunar. Þrátt fyrir yfirlýsingar um breytingar voru það háaldraðir félagar Castros sem kosnir voru í helstu leiðtogaembætti flokksins. Raúl er sjálfur að verða sjötugur og Jose Ramon Machado Ventura, sem kosinn var varaforseti flokksins, er orðinn áttræður. Þá var Ramiro Valdés, sem er 78 ára, kosinn í þriðju valdamestu stöðuna. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira