Átök á lokafundinum um skólasameiningar 20. apríl 2011 05:00 Umdeildar Sameiningar Foreldrar og fagfólk fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í gær og létu andstöðu sína í ljós. Fréttablaðið/VAlli „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ [email protected] Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
„Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira