Fyrsti maí - dagur samstöðu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2011 06:00 Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun