Okkervil River reynir að spila með stóru strákunum 12. maí 2011 16:00 stefna hátt Okkervil River hefur sent frá sér nýja plötu sem gæti gert hljómsveitina miklu stærri að mati The Guardian. Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. [email protected] Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp