Rómantískt goth frá Karli Lagerfeld 17. maí 2011 21:00 Nordicphotos/Getty Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira