Kaðlar og krúsidúllur 27. júní 2011 16:00 Nordicphotos/afp Brasilíski fatahönnuðurinn Samuel Cirnansck sýndi vor- og sumarlínu sína á tískuvikunni í Sao Paulo fyrr í mánuðinum svo eftir var tekið. Sýning hans þótti áhugaverð, ekki endilega fyrir fötin sjálf heldur hvernig þau voru sýnd. Sýningarstúlkurnar gengu fram í glæsilegum brúðarkjólum og síðkjólum úr silki, keflaðar og múlbundnar með reipum og leðurböndum, ekki ólíkt því þegar Marc Jacobs handjárnaði sýningarstúlkur við Louis Vuitton-töskur fyrr á árinu. Áhorfendur veltu fyrir sér hvort skilaboð Cirnansck væru þau að hjónabandið keflaði konur, hver veit? Allavega gerði framsetningin sýninguna eftirminnilega. Priscilla Darolt hannar undir merkinu Animale og hjá henni kvað við annan tón. Lína hennar þótti afslöppuð og frjálsleg og mátti sjá kvenleg snið, víðar buxur og blússur úr hör og silki. Blár og hvítur voru áberandi litir í bland við ljósgráan. [email protected] Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Brasilíski fatahönnuðurinn Samuel Cirnansck sýndi vor- og sumarlínu sína á tískuvikunni í Sao Paulo fyrr í mánuðinum svo eftir var tekið. Sýning hans þótti áhugaverð, ekki endilega fyrir fötin sjálf heldur hvernig þau voru sýnd. Sýningarstúlkurnar gengu fram í glæsilegum brúðarkjólum og síðkjólum úr silki, keflaðar og múlbundnar með reipum og leðurböndum, ekki ólíkt því þegar Marc Jacobs handjárnaði sýningarstúlkur við Louis Vuitton-töskur fyrr á árinu. Áhorfendur veltu fyrir sér hvort skilaboð Cirnansck væru þau að hjónabandið keflaði konur, hver veit? Allavega gerði framsetningin sýninguna eftirminnilega. Priscilla Darolt hannar undir merkinu Animale og hjá henni kvað við annan tón. Lína hennar þótti afslöppuð og frjálsleg og mátti sjá kvenleg snið, víðar buxur og blússur úr hör og silki. Blár og hvítur voru áberandi litir í bland við ljósgráan. [email protected]
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira