Kaupendur hanna fötin 27. júní 2011 21:00 Bræðurnir Sigurður og Leifur Árnasynir hafa stofnað fyrirtækið Arnasons.com sem býður upp á fríar heima- og fyrirtækjakynningar í sumar. Fréttablaðið/Haraldur „Viðtökurnar eru frábærar," segir Sigurður Árnason sem stofnaði á dögunum fyrirtækið Arnasons.com með bróður sínum Leifi Árnasyni. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að sögn Sigurðar. Það heldur úti heimasíðunni www.arnasons.com þar sem hægt er að panta sérsaumuð jakkaföt á karlmenn og dragtir fyrir konur. Fötin eru sniðin eftir máli hvers og eins og saumuð úr ítölsku hágæðaefni. Sigurður segir að viðskiptavinir muni hanna föt sín sjálfir. „Við byrjum á að spyrja fólk hvernig jakkaföt það vill," útskýrir Sigurður og bætir við að eftir að viðskiptavinurinn hefur valið tegund jakkafatanna séu nánari smáatriði skoðuð. „Þá spyrjum við hversu margar tölur eigi að vera á jakkafötunum, hvort setja eigi vasa á fötin og hvernig kraginn eigi að vera. Svo velur fólk efni eftir að það hefur skoðað sýnishorn. Að lokum er fólk mælt." Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði í samræðum þeirra bræðra um jakkaföt. „Leifur bróðir minn var að klára master í frumkvöðlafræði í Kaupmannahöfn og ég bjó í London og var í jakkafötum alla daga," upplýsir Sigurður sem segir að þeir hafi rætt hversu dýrt væri að kaupa jakkaföt á þá tvo. „Við ákváðum þess vegna að byrja að láta sauma föt á okkur í Asíu. Þannig þróaðist þetta." Sigurður segir að markhópur fyrirtækisins séu karlmenn á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára þótt einnig sé boðið upp á dragtir fyrir konur. „Við miðum á karlmenn sem hafa mikla skoðun á fötum og eru meðvitaðir um tískuna," segir Sigurður en einnig er horft til karlmanna sem passa ekki í venjulegar stærðir. Fyrirtækið hóf starfsemi á Íslandi í maí en útrás til Skandinavíu og Englands er á prjónunum. „Ég er búinn að fara tvisvar til London og í bæði skiptin fékk ég fullt af pöntunum," segir Sigurður en stílistar verða ráðnir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London sem taka mál af viðskiptavinunum. [email protected] Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Viðtökurnar eru frábærar," segir Sigurður Árnason sem stofnaði á dögunum fyrirtækið Arnasons.com með bróður sínum Leifi Árnasyni. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að sögn Sigurðar. Það heldur úti heimasíðunni www.arnasons.com þar sem hægt er að panta sérsaumuð jakkaföt á karlmenn og dragtir fyrir konur. Fötin eru sniðin eftir máli hvers og eins og saumuð úr ítölsku hágæðaefni. Sigurður segir að viðskiptavinir muni hanna föt sín sjálfir. „Við byrjum á að spyrja fólk hvernig jakkaföt það vill," útskýrir Sigurður og bætir við að eftir að viðskiptavinurinn hefur valið tegund jakkafatanna séu nánari smáatriði skoðuð. „Þá spyrjum við hversu margar tölur eigi að vera á jakkafötunum, hvort setja eigi vasa á fötin og hvernig kraginn eigi að vera. Svo velur fólk efni eftir að það hefur skoðað sýnishorn. Að lokum er fólk mælt." Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði í samræðum þeirra bræðra um jakkaföt. „Leifur bróðir minn var að klára master í frumkvöðlafræði í Kaupmannahöfn og ég bjó í London og var í jakkafötum alla daga," upplýsir Sigurður sem segir að þeir hafi rætt hversu dýrt væri að kaupa jakkaföt á þá tvo. „Við ákváðum þess vegna að byrja að láta sauma föt á okkur í Asíu. Þannig þróaðist þetta." Sigurður segir að markhópur fyrirtækisins séu karlmenn á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára þótt einnig sé boðið upp á dragtir fyrir konur. „Við miðum á karlmenn sem hafa mikla skoðun á fötum og eru meðvitaðir um tískuna," segir Sigurður en einnig er horft til karlmanna sem passa ekki í venjulegar stærðir. Fyrirtækið hóf starfsemi á Íslandi í maí en útrás til Skandinavíu og Englands er á prjónunum. „Ég er búinn að fara tvisvar til London og í bæði skiptin fékk ég fullt af pöntunum," segir Sigurður en stílistar verða ráðnir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London sem taka mál af viðskiptavinunum. [email protected]
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira