Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu Guðbjartur Hannesson skrifar 18. júní 2011 07:00 Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun