Úthlutun ríkisstyrkja og hlutverk fjárlaganefndar Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. júní 2011 06:30 Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun