Fíkniefnahvolpar í hæsta gæðaflokki 16. júlí 2011 08:00 MÆÐGURFíkniefnahundurinn Ella í leik með dóttur sinni Clarissu. Sú síðarnefnda er á leiðinni til Steinars Gunnarssonar yfirhundaþjálfara. „Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira