„Þetta er mikill sorgardagur“ 23. júlí 2011 05:30 Mynd/AP „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
„Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira