Valdatími Gaddafís er á enda runninn 23. ágúst 2011 00:30 Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira