Pistill frá Eddu Garðarsdóttur: Griðastaður Edda Garðarsdóttir skrifar 3. september 2011 09:00 Edda Garðarsdóttir Mynd/Ossi Ahola Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Pistillinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Pistillinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira