Kynóður Simon Cowell 13. september 2011 10:00 Sinitta og Simon Cowell voru saman í tuttugu ár. Sinitta segir að Cowell hafi haldið framhjá sér með fjölda kvenna. Ástalíf Cowells er aftur í kastljósinu eftir útvarpsviðtal en þar sagðist útvarpsmaðurinn ekki viss um hvort trúlofun hans og Mezhgan Hussainy stæði enn. NordicPhotos/Getty LONDON - OCTOBER 31: (EMBARGOED FOR PUBLICATION IN UK TABLOID NEWSPAPERS UNTIL 48 HOURS AFTER CREATE DATE AND TIME) Sinitta and Simon Cowell attend the party following the National Television Awards 2006 at the Royal Albert Hall on October 31, 2006 in London, England. (Photo by Dave M. Benett/Getty Images) 32855/Simon Cowell/Sinitta Kærasta Simons Cowell til tuttugu ára lýsir honum sem kynóðum hundi. Hann hafi oft haldið framhjá henni en aldrei viljað viðurkenna það. Ástamál Cowells eru enn og aftur í kastljósi fjölmiðla. Bandaríska söngkonan Sinitta ræddi á mjög opinskáan hátt um samband sitt við sjónvarpsstjörnuna Simon Cowell í nýlegu tímariti People. Tilefnið var viðtal útvarpsmannsins Howards Stern við Cowell. Þar upplýsti sjónvarpsmógúllinn að hann hefði átt nána stund með tveimur konum í einu og að hann væri ekki viss um hvort hann væri enn trúlofaður afganska förðunarmeistaranum Mezhgan Hussainy. Talskona Cowells brást mjög snöggt við þegar Cowell lét þessi orð falla og sagði fjölmiðlum að Cowell væri mjög annt um einkalíf sitt. Sinitta kæmi það hins vegar ekki á óvart ef Hussainy hefði gefist upp á Cowell. Sjónvarpsmaðurinn hafi aldrei verið við eina fjölina felldur. „Hann hélt oft og mörgum sinnum framhjá mér og ég fann það eiginlega strax að ég gæti ekki treyst honum,“ hefur People eftir söngkonunni. Sinitta var fyrsti skjólstæðingur Cowells en hún varð stórstjarna á meðan Cowell var að koma sér á framfæri í umboðsmennsku og var enn tiltölulega óþekktur. Sinitta og Cowell hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina en söngkonan lýsir honum engu að síður sem kynóðum hundi. „Hann er eins og persónan í Shaggy-laginu It Wasn‘t Me. þar er náunginn alltaf gripinn glóðvolgur við framhjáhaldið en neitar alltaf sök. Þannig var Cowell. Hann elskar allar konur, af öllum stærðum og gerðum.“ Cowell hefur enn ekki viljað staðfesta að sambandi hans og Hussainy sé lokið. Daily Mirror greinir hins vegar frá því að Hussainy sé flutt í „grafreit gamalla kærasta“ eins og húsið er kallað af nánum vinum sjónvarpsstjörnunnar en það er skammt frá glæsilegri villu sjónvarpsmannsins í Beverly Hills. „Ég veit ekki hvort Simon hafi hætt með henni eða hún með honum. Maður veit aldrei með hann.“ [email protected] Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
LONDON - OCTOBER 31: (EMBARGOED FOR PUBLICATION IN UK TABLOID NEWSPAPERS UNTIL 48 HOURS AFTER CREATE DATE AND TIME) Sinitta and Simon Cowell attend the party following the National Television Awards 2006 at the Royal Albert Hall on October 31, 2006 in London, England. (Photo by Dave M. Benett/Getty Images) 32855/Simon Cowell/Sinitta Kærasta Simons Cowell til tuttugu ára lýsir honum sem kynóðum hundi. Hann hafi oft haldið framhjá henni en aldrei viljað viðurkenna það. Ástamál Cowells eru enn og aftur í kastljósi fjölmiðla. Bandaríska söngkonan Sinitta ræddi á mjög opinskáan hátt um samband sitt við sjónvarpsstjörnuna Simon Cowell í nýlegu tímariti People. Tilefnið var viðtal útvarpsmannsins Howards Stern við Cowell. Þar upplýsti sjónvarpsmógúllinn að hann hefði átt nána stund með tveimur konum í einu og að hann væri ekki viss um hvort hann væri enn trúlofaður afganska förðunarmeistaranum Mezhgan Hussainy. Talskona Cowells brást mjög snöggt við þegar Cowell lét þessi orð falla og sagði fjölmiðlum að Cowell væri mjög annt um einkalíf sitt. Sinitta kæmi það hins vegar ekki á óvart ef Hussainy hefði gefist upp á Cowell. Sjónvarpsmaðurinn hafi aldrei verið við eina fjölina felldur. „Hann hélt oft og mörgum sinnum framhjá mér og ég fann það eiginlega strax að ég gæti ekki treyst honum,“ hefur People eftir söngkonunni. Sinitta var fyrsti skjólstæðingur Cowells en hún varð stórstjarna á meðan Cowell var að koma sér á framfæri í umboðsmennsku og var enn tiltölulega óþekktur. Sinitta og Cowell hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina en söngkonan lýsir honum engu að síður sem kynóðum hundi. „Hann er eins og persónan í Shaggy-laginu It Wasn‘t Me. þar er náunginn alltaf gripinn glóðvolgur við framhjáhaldið en neitar alltaf sök. Þannig var Cowell. Hann elskar allar konur, af öllum stærðum og gerðum.“ Cowell hefur enn ekki viljað staðfesta að sambandi hans og Hussainy sé lokið. Daily Mirror greinir hins vegar frá því að Hussainy sé flutt í „grafreit gamalla kærasta“ eins og húsið er kallað af nánum vinum sjónvarpsstjörnunnar en það er skammt frá glæsilegri villu sjónvarpsmannsins í Beverly Hills. „Ég veit ekki hvort Simon hafi hætt með henni eða hún með honum. Maður veit aldrei með hann.“ [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira