Almannagjá er eins og svissneskur ostur 16. september 2011 06:00 Umferð er lokað um veginn efst í Almannagjá á meðan hreinsað er upp úr gjánni sem byrjaði sem lítil hola í mars. Mynd/Einar Á. E. Sæmundsen Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira