Tíu marka maður fjögur ár í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2011 08:00 Mynd/Daníel Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð. KR-ingurinn Þórólfur Beck varð fyrstur til að skora tíu mörk (eða meira) þrjú tímabil í röð, en hann skoraði 42 mörk í aðeins 27 leikjum á árunum 1959 til 1961. Sautján ár liðu þar til Ingi Björn Albertsson bættist í hópinn en Atli Viðar varð síðan áttundi meðlimurinn í klúbbnum í fyrra og settist síðan í forstjórastólinn á sunnudaginn var. „Það eru heldur betur miklir framherjar þarna. Það er heiður að vera nefndur í sömu andrá og þessir menn," sagði Atli Viðar þegar hann fékk að heyra listann. Atli Viðar er reyndar búinn að skora yfir tíu mörk fimm tímabil í röð því hann skoraði 14 mörk í 17 leikjum með Fjölni í b-deildinni sumarið 2007 en hann var þar á láni frá FH. „Það hefur gengið vel síðustu ár og ég hef líka verið heppinn með meiðsli og slíkt. Ég hef náð að spila flestalla leiki þessi tímabil. Á fyrri hluta ferilsins þá sleit krossband tvisvar og ég var mjög óheppinn," segir Atli Viðar. Hann er búinn að skora nákvæmlega 50 mörk á þessum fjórum tímabilum og það vekur athygli að ekkert þeirra hefur komið úr víti. „Það er algengt að helstu markaskorararnir taki vítin líka en það hafa verið nóg af mönnum í FH sem hafa viljað taka vítin í gegnum tíðina og ég hef ekki verið mikið að blanda mér í þá baráttu," segir Atli Viðar en hann hefur skorað 11 mörk í 19 leikjum í sumar. „Þetta er búið að vera ágætt tímabil. Mín markmið þegar farið er inn í mótið er alltaf að liðið nái árangri og helst hefði ég vilja vinna einhverja titla. Það var ekki og maður er því ekkert alltof hress með niðurstöðuna. Það er leikur á laugardaginn og okkur langar til að klára annað sætið með stæl," segir Atli Viðar en hann er búinn að afskrifa það að ná í gullskóinn enda fjórum mörkum á eftir Garðari Jóhannssyni fyrir síðustu umferðina. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að Garðar vinnur gullskóinn og ég held að hann sé mjög vel að honum kominn. Hvort sem ég fæ skó eða ekki þá er það ekki eitthvað sem skiptir miklu máli. Aðalmálið er að við vinnum leikinn og klárum annað sætið úr því sem komið er," segir Atli Viðar sem hefur rétt misst af gullskónum undanfarin tvö tímabil en hann fékk silfurskóinn sumarið 2009 og bronsskóinn í fyrra. „Ég á engan gullskó, það er rétt og vonandi kemur hann í hús áður en ferillinn endar," segir Atli Viðar. Hann hefur skorað 73 mörk fyrir FH í efstu deild og vantar nú aðeins ellefu mörk til að jafna markamet Harðar Magnússonar sem skoraði á sínum tíma 84 mörk fyrir FH í efstu deild. „Hörður Magnússon er algjör hetja í FH og í Hafnarfirði. Hann er einn besti senter sem hefur spilað í íslenska boltanum og ef ég næ einhvern tímann að nálgast hann í þessu þá verð ég verulega stoltur af því," segir Atli Viðar. Hann vonast til þess að eiga nokkur góð ár eftir í boltanum. „Þegar maður hefur lent í svona meiðslum þá áttar maður sig á því að fótboltinn gæti verið búinn á morgun. Það er því bara að njóta lífsins á meðan þetta varir og lifa fyrir daginn í fótboltanum," sagði Atli Viðar.Atli Viðar sumarið 2008 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 18 Mörk: 11 Sæti: Fjórði markahæsturSkipting markanna: Heima/Úti: 8/3 Fyrri/Seinni hálfleik: 7/4 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-7-0-0Atli Viðar sumarið 2009 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 21 Mörk: 14 Sæti: SilfurskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 7/7 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 2-11-1-0Atli Viðar sumarið 2010 Árangur: 2. sæti með FH Leikir: 22 Mörk: 14 Sæti: BronsskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 8/6 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-9-1-0Atli Viðar sumarið 2011 Árangur: Mótinu er ekki lokið Leikir: 19 Mörk: 11 Sæti: Er í 3. sætiSkipting markanna: Heima/Úti: 10/1 Fyrri/Seinni hálfleik: 4/7 Vinstri-hægri-skalli-víti: 1-8-2-0Flest ár í röð með 10 mörk 4 Atli Viðar Björnsson 2008-2011 (FH 11 - FH 14 - FH 14 - FH 11) 3 Þórólfur Beck 1959-1961 (KR 11 - KR 15 - KR 16) 3 Ingi Björn Albertsson 1976-1978 (Valur 16 - Valur 15 - Valur 15) 3 Sigurlás Þorleifsson 1977-1979 (ÍBV 12 - ÍBV 10 - Víkingur 10) 3 Guðmundur Steinsson 1984-1986 (Fram 10 - Fram 10 - Fram 10) 3 Hörður Magnússon 1989-1991 (FH 12 - FH 13 - FH 13) 3 Mihajlo Bibercic 1993-1995 (ÍA 13 - ÍA 14 - KR 13) 3 Gunnar Heiðar Þorvaldson. 2002-04 (ÍBV 11 - ÍBV 10 - ÍBV 12) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð. KR-ingurinn Þórólfur Beck varð fyrstur til að skora tíu mörk (eða meira) þrjú tímabil í röð, en hann skoraði 42 mörk í aðeins 27 leikjum á árunum 1959 til 1961. Sautján ár liðu þar til Ingi Björn Albertsson bættist í hópinn en Atli Viðar varð síðan áttundi meðlimurinn í klúbbnum í fyrra og settist síðan í forstjórastólinn á sunnudaginn var. „Það eru heldur betur miklir framherjar þarna. Það er heiður að vera nefndur í sömu andrá og þessir menn," sagði Atli Viðar þegar hann fékk að heyra listann. Atli Viðar er reyndar búinn að skora yfir tíu mörk fimm tímabil í röð því hann skoraði 14 mörk í 17 leikjum með Fjölni í b-deildinni sumarið 2007 en hann var þar á láni frá FH. „Það hefur gengið vel síðustu ár og ég hef líka verið heppinn með meiðsli og slíkt. Ég hef náð að spila flestalla leiki þessi tímabil. Á fyrri hluta ferilsins þá sleit krossband tvisvar og ég var mjög óheppinn," segir Atli Viðar. Hann er búinn að skora nákvæmlega 50 mörk á þessum fjórum tímabilum og það vekur athygli að ekkert þeirra hefur komið úr víti. „Það er algengt að helstu markaskorararnir taki vítin líka en það hafa verið nóg af mönnum í FH sem hafa viljað taka vítin í gegnum tíðina og ég hef ekki verið mikið að blanda mér í þá baráttu," segir Atli Viðar en hann hefur skorað 11 mörk í 19 leikjum í sumar. „Þetta er búið að vera ágætt tímabil. Mín markmið þegar farið er inn í mótið er alltaf að liðið nái árangri og helst hefði ég vilja vinna einhverja titla. Það var ekki og maður er því ekkert alltof hress með niðurstöðuna. Það er leikur á laugardaginn og okkur langar til að klára annað sætið með stæl," segir Atli Viðar en hann er búinn að afskrifa það að ná í gullskóinn enda fjórum mörkum á eftir Garðari Jóhannssyni fyrir síðustu umferðina. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að Garðar vinnur gullskóinn og ég held að hann sé mjög vel að honum kominn. Hvort sem ég fæ skó eða ekki þá er það ekki eitthvað sem skiptir miklu máli. Aðalmálið er að við vinnum leikinn og klárum annað sætið úr því sem komið er," segir Atli Viðar sem hefur rétt misst af gullskónum undanfarin tvö tímabil en hann fékk silfurskóinn sumarið 2009 og bronsskóinn í fyrra. „Ég á engan gullskó, það er rétt og vonandi kemur hann í hús áður en ferillinn endar," segir Atli Viðar. Hann hefur skorað 73 mörk fyrir FH í efstu deild og vantar nú aðeins ellefu mörk til að jafna markamet Harðar Magnússonar sem skoraði á sínum tíma 84 mörk fyrir FH í efstu deild. „Hörður Magnússon er algjör hetja í FH og í Hafnarfirði. Hann er einn besti senter sem hefur spilað í íslenska boltanum og ef ég næ einhvern tímann að nálgast hann í þessu þá verð ég verulega stoltur af því," segir Atli Viðar. Hann vonast til þess að eiga nokkur góð ár eftir í boltanum. „Þegar maður hefur lent í svona meiðslum þá áttar maður sig á því að fótboltinn gæti verið búinn á morgun. Það er því bara að njóta lífsins á meðan þetta varir og lifa fyrir daginn í fótboltanum," sagði Atli Viðar.Atli Viðar sumarið 2008 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 18 Mörk: 11 Sæti: Fjórði markahæsturSkipting markanna: Heima/Úti: 8/3 Fyrri/Seinni hálfleik: 7/4 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-7-0-0Atli Viðar sumarið 2009 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 21 Mörk: 14 Sæti: SilfurskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 7/7 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 2-11-1-0Atli Viðar sumarið 2010 Árangur: 2. sæti með FH Leikir: 22 Mörk: 14 Sæti: BronsskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 8/6 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-9-1-0Atli Viðar sumarið 2011 Árangur: Mótinu er ekki lokið Leikir: 19 Mörk: 11 Sæti: Er í 3. sætiSkipting markanna: Heima/Úti: 10/1 Fyrri/Seinni hálfleik: 4/7 Vinstri-hægri-skalli-víti: 1-8-2-0Flest ár í röð með 10 mörk 4 Atli Viðar Björnsson 2008-2011 (FH 11 - FH 14 - FH 14 - FH 11) 3 Þórólfur Beck 1959-1961 (KR 11 - KR 15 - KR 16) 3 Ingi Björn Albertsson 1976-1978 (Valur 16 - Valur 15 - Valur 15) 3 Sigurlás Þorleifsson 1977-1979 (ÍBV 12 - ÍBV 10 - Víkingur 10) 3 Guðmundur Steinsson 1984-1986 (Fram 10 - Fram 10 - Fram 10) 3 Hörður Magnússon 1989-1991 (FH 12 - FH 13 - FH 13) 3 Mihajlo Bibercic 1993-1995 (ÍA 13 - ÍA 14 - KR 13) 3 Gunnar Heiðar Þorvaldson. 2002-04 (ÍBV 11 - ÍBV 10 - ÍBV 12)
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira