Hagvöxtur & ávöxtun Már Wolfgang Mixa skrifar 5. október 2011 06:00 Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun