Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. október 2011 06:00 Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun