Réttindi fatlaðra ofar réttindum eignafólks 11. október 2011 03:45 Ögmundur jónasson Sagði það rétt allra íbúa heimsins að mótmæla. Mannréttindi hafa á undanförnum árum verið skilgreind í of miklum mæli út frá markaðslögmálum og eignarrétti og það hefur komið niður á almannahagsmunum. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. „Þegar við stöndum frammi fyrir vali milli þess að setja eignir og fjárhagsleg réttindi í forgang eða réttindi fatlaðra og annarra sem standa höllum fæti mæli ég með því að við veljum hið síðara,“ sagði Ögmundur. „Á heildina litið held ég að fullyrða megi að staðan sé nokkuð góð,“ sagði Ögmundur. Hins vegar hefðu Íslendingar staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í kjölfar efnahagshrunsins. Hann vék að Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 og sagði að hún væri áminning um óskoraðan rétt fólks til að koma saman og mótmæla og standa vörð um velferðarkerfi sitt. Sá réttur þyrfti að vera í hávegum hafður hvarvetna í heiminum. Ögmundur varði drjúgum hluta ræðu sinnar í umfjöllun um kynjamisrétti, ekki síst heimilis- og kynferðisofbeldi gegn konum. Hann sagði að þökk sé ósérhlífni íslenskra kvenréttindasamtaka væri slíkt ofbeldi ekki falið hér á landi heldur rætt opinskátt.- sh Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Mannréttindi hafa á undanförnum árum verið skilgreind í of miklum mæli út frá markaðslögmálum og eignarrétti og það hefur komið niður á almannahagsmunum. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. „Þegar við stöndum frammi fyrir vali milli þess að setja eignir og fjárhagsleg réttindi í forgang eða réttindi fatlaðra og annarra sem standa höllum fæti mæli ég með því að við veljum hið síðara,“ sagði Ögmundur. „Á heildina litið held ég að fullyrða megi að staðan sé nokkuð góð,“ sagði Ögmundur. Hins vegar hefðu Íslendingar staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í kjölfar efnahagshrunsins. Hann vék að Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 og sagði að hún væri áminning um óskoraðan rétt fólks til að koma saman og mótmæla og standa vörð um velferðarkerfi sitt. Sá réttur þyrfti að vera í hávegum hafður hvarvetna í heiminum. Ögmundur varði drjúgum hluta ræðu sinnar í umfjöllun um kynjamisrétti, ekki síst heimilis- og kynferðisofbeldi gegn konum. Hann sagði að þökk sé ósérhlífni íslenskra kvenréttindasamtaka væri slíkt ofbeldi ekki falið hér á landi heldur rætt opinskátt.- sh
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira