Sjálfsblekkingin um 2007 Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun