Þjóðlenduúrskurður á leið fyrir dómstóla 12. október 2011 06:00 Réttarsalur. Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira