Allt að gerast í ferðamálum! Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. október 2011 06:00 Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun