Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi 25. október 2011 00:00 Leitað í rústunum Ættingjar fylgdust með leitinni milli vonar og ótta.nordicphotos/AFP Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. [email protected] [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. [email protected] [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira