Ísland staðurinn til að heimsækja 2012 29. október 2011 04:30 Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. [email protected] Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. [email protected]
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira