Opið bréf til Eiríks Bergmanns Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér. Þetta hafa pólitískir andstæðingar Framsóknar leikið síðustu mánuði en framsetningin á grein þinni er dropinn sem fyllir mælinn. Dettur fólki í hug að við sitjum undir því þegjandi að vera sett í beint samhengi við nýnasista, hryðjuverkamenn og einkennisklædda öfgaflokka!? Hvað fær þig til að skrifa þannig að Framsóknarflokkurinn eigi eitthvað skylt við öfgaflokka? Ekkert í stefnu flokksins gefur slíkt í skyn. Ekkert í málflutningi mínum eða annarra fulltrúa flokksins gefur tilefni til að halda svona ógeði á lofti. Ég hefði haldið að maður í þinni stöðu ætti að hafa betri yfirsýn um stefnu og málflutning okkar en þú greinilega hefur. Telur þú þig geta staðið undir starfsheiti þínu sem sérfræðingur um stjórnmál þegar þú hefur augljóslega ekki fyrir því að kynna þér einfaldar staðreyndir um stefnu stjórnmálaflokkanna sem þú fjallar um? Er UMFÍ fasistafélagsskapur? En stjórnlagaráð?Þú virðist helst telja það merki um hættulegar þjóðernisöfgar framsóknarmanna að á síðasta flokksþingi stóðu þrír félagar í Ungmennafélagi Íslands fyrir stuttri glímusýningu sem skemmtiatriði, en fánahylling er hluti sýninga á þeirri ágætu íþrótt. Það ber nákvæmlega engan vott um þjóðernisöfgar eða andúð á útlendingum heldur er einfaldlega rótgróin ungmennafélagshefð. Eða ætlar þú kannski að halda því fram á sama hátt að fánahyllingin á unglingalandsmóti UMFÍ í sumar, þar sem þúsundir manna tóku þátt í fánahyllingu, hafi borið vott um öfgafulla þjóðernishyggju? Kom þér ekki til hugar að framsóknarmenn geti verið stoltir af fánanum, þjóðinni og landinu á sama hátt og flestir aðrir án þess að í því felist fyrirlitning á öðrum þjóðum, andúð á innflytjendum eða fasískar hugsjónir? Eru það „fasísk gildi", Eiríkur Bergmann, að hafa íslenska fánann uppi við líkt og gert er á Alþingi, í stjórnarbyggingum, skólum og kirkjum landsins, svo ekki sé talað um íþróttakappleiki og mannamót af ýmsu tilefni? Var Stjórnlagaráð, sem þú sast í, að daðra við „fasísk minni" með merki sínu í íslensku fánalitunum og með því að syngja íslensk ættjarðarlög við upphaf funda sinna? Eða bera fánalitir og ættjarðarlög aðeins vott um hættulegar þjóðernisöfgar ef þú tekur ekki persónulega þátt, Eiríkur Bergmann? Innflytjendur eru jákvæð viðbót við samfélagiðÍsland hefur átt því láni að fagna að fjölmargt fólk af erlendum uppruna hefur séð hag sínum vel borgið með því að flytja hingað til lands. Fjölmargir innflytjendur hafa skotið hér rótum og sest að með fjölskyldur sínar eða stofnað nýjar, aukið við þekkingu og vinnuafl íslendinga og auðgað samfélagið. Um það er ekkert nema gott að segja enda hef ég aldrei annað sagt. Samt telur þú þig þess umkominn að gefa í skyn að við framsóknarmenn ölum á andúð á innflytjendum? Hverjir gerðu fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðuneytisins við Alþjóðahúsið? Framsóknarmenn. Hverjir eru jákvæðastir gagnvart fjárfestingum kínversks auðmanns á N-Austurlandi? Framsóknarmenn. Hvar eru þjóðernisöfgarnar og útlendingahatrið í þessu Eiríkur? Framsóknarmenn eru frjálslyndirÉg trúi því að allir menn séu jafnir. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé ekki val heldur skylda og að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir. Ég vil jafnrétti til náms. Ég tel að allar trúarskoðanir rúmist saman á Íslandi, jafnvel þó ég vilji halda tengslum ríkis og kirkju. Ég vil jafna lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ég vil nýta íslenskar auðlindir en er á móti því að náttúrunni sé misboðið. Ég vil semja við erlenda aðila um leit að olíu við Ísland. Ég vil virka samkeppni en um leið tryggja íslenska framleiðslu. Ég er hlynntur fulltrúalýðræði. Ég vil að Ísland eigi góð samskipti við öll ríki sem virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins. Ég vil taka vel á móti útlendingum sem flytja hingað til lands og vilja leggja íslensku samfélagi lið, þeir auðga samfélagið og styrkja það. Ég vil banna öfgahópa sem nærast á rasisma og ofstæki. Ég hef ákveðnar efasemdir um Schengen samstarfið vegna glæpamanna sem nýta sér frelsið. Ég er stoltur af landinu mínu en tel það ekki yfir önnur lönd hafið. Ég er dyggur stuðningsmaður Ungmennafélags Íslands sem hyllir fósturjörðina og fánann við hátíðleg tækifæri en ekkert í skoðunum mínum eða stefnu Framsóknarflokksins ber vott um útlendingahatur, andúð á innflytjendum eða þjóðernisöfgar. Og Eiríkur, ég á útlenska tengdadóttur sem er yndisleg og frábær og grein þín er móðgun við bæði mig og hana. Ert þú maður til að viðurkenna mistök þín Eiríkur?Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknarmaður. Framsóknarmenn eru ekki þjóðernisöfgamenn heldur þvert á móti höfnum við öfgum. Greinin sem þú skrifaðir og framsetning hennar er ósönn og meiðandi. Ef þú ert maður til þá biður þú mig og aðra framsóknarmenn afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér. Þetta hafa pólitískir andstæðingar Framsóknar leikið síðustu mánuði en framsetningin á grein þinni er dropinn sem fyllir mælinn. Dettur fólki í hug að við sitjum undir því þegjandi að vera sett í beint samhengi við nýnasista, hryðjuverkamenn og einkennisklædda öfgaflokka!? Hvað fær þig til að skrifa þannig að Framsóknarflokkurinn eigi eitthvað skylt við öfgaflokka? Ekkert í stefnu flokksins gefur slíkt í skyn. Ekkert í málflutningi mínum eða annarra fulltrúa flokksins gefur tilefni til að halda svona ógeði á lofti. Ég hefði haldið að maður í þinni stöðu ætti að hafa betri yfirsýn um stefnu og málflutning okkar en þú greinilega hefur. Telur þú þig geta staðið undir starfsheiti þínu sem sérfræðingur um stjórnmál þegar þú hefur augljóslega ekki fyrir því að kynna þér einfaldar staðreyndir um stefnu stjórnmálaflokkanna sem þú fjallar um? Er UMFÍ fasistafélagsskapur? En stjórnlagaráð?Þú virðist helst telja það merki um hættulegar þjóðernisöfgar framsóknarmanna að á síðasta flokksþingi stóðu þrír félagar í Ungmennafélagi Íslands fyrir stuttri glímusýningu sem skemmtiatriði, en fánahylling er hluti sýninga á þeirri ágætu íþrótt. Það ber nákvæmlega engan vott um þjóðernisöfgar eða andúð á útlendingum heldur er einfaldlega rótgróin ungmennafélagshefð. Eða ætlar þú kannski að halda því fram á sama hátt að fánahyllingin á unglingalandsmóti UMFÍ í sumar, þar sem þúsundir manna tóku þátt í fánahyllingu, hafi borið vott um öfgafulla þjóðernishyggju? Kom þér ekki til hugar að framsóknarmenn geti verið stoltir af fánanum, þjóðinni og landinu á sama hátt og flestir aðrir án þess að í því felist fyrirlitning á öðrum þjóðum, andúð á innflytjendum eða fasískar hugsjónir? Eru það „fasísk gildi", Eiríkur Bergmann, að hafa íslenska fánann uppi við líkt og gert er á Alþingi, í stjórnarbyggingum, skólum og kirkjum landsins, svo ekki sé talað um íþróttakappleiki og mannamót af ýmsu tilefni? Var Stjórnlagaráð, sem þú sast í, að daðra við „fasísk minni" með merki sínu í íslensku fánalitunum og með því að syngja íslensk ættjarðarlög við upphaf funda sinna? Eða bera fánalitir og ættjarðarlög aðeins vott um hættulegar þjóðernisöfgar ef þú tekur ekki persónulega þátt, Eiríkur Bergmann? Innflytjendur eru jákvæð viðbót við samfélagiðÍsland hefur átt því láni að fagna að fjölmargt fólk af erlendum uppruna hefur séð hag sínum vel borgið með því að flytja hingað til lands. Fjölmargir innflytjendur hafa skotið hér rótum og sest að með fjölskyldur sínar eða stofnað nýjar, aukið við þekkingu og vinnuafl íslendinga og auðgað samfélagið. Um það er ekkert nema gott að segja enda hef ég aldrei annað sagt. Samt telur þú þig þess umkominn að gefa í skyn að við framsóknarmenn ölum á andúð á innflytjendum? Hverjir gerðu fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðuneytisins við Alþjóðahúsið? Framsóknarmenn. Hverjir eru jákvæðastir gagnvart fjárfestingum kínversks auðmanns á N-Austurlandi? Framsóknarmenn. Hvar eru þjóðernisöfgarnar og útlendingahatrið í þessu Eiríkur? Framsóknarmenn eru frjálslyndirÉg trúi því að allir menn séu jafnir. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé ekki val heldur skylda og að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir. Ég vil jafnrétti til náms. Ég tel að allar trúarskoðanir rúmist saman á Íslandi, jafnvel þó ég vilji halda tengslum ríkis og kirkju. Ég vil jafna lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ég vil nýta íslenskar auðlindir en er á móti því að náttúrunni sé misboðið. Ég vil semja við erlenda aðila um leit að olíu við Ísland. Ég vil virka samkeppni en um leið tryggja íslenska framleiðslu. Ég er hlynntur fulltrúalýðræði. Ég vil að Ísland eigi góð samskipti við öll ríki sem virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins. Ég vil taka vel á móti útlendingum sem flytja hingað til lands og vilja leggja íslensku samfélagi lið, þeir auðga samfélagið og styrkja það. Ég vil banna öfgahópa sem nærast á rasisma og ofstæki. Ég hef ákveðnar efasemdir um Schengen samstarfið vegna glæpamanna sem nýta sér frelsið. Ég er stoltur af landinu mínu en tel það ekki yfir önnur lönd hafið. Ég er dyggur stuðningsmaður Ungmennafélags Íslands sem hyllir fósturjörðina og fánann við hátíðleg tækifæri en ekkert í skoðunum mínum eða stefnu Framsóknarflokksins ber vott um útlendingahatur, andúð á innflytjendum eða þjóðernisöfgar. Og Eiríkur, ég á útlenska tengdadóttur sem er yndisleg og frábær og grein þín er móðgun við bæði mig og hana. Ert þú maður til að viðurkenna mistök þín Eiríkur?Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknarmaður. Framsóknarmenn eru ekki þjóðernisöfgamenn heldur þvert á móti höfnum við öfgum. Greinin sem þú skrifaðir og framsetning hennar er ósönn og meiðandi. Ef þú ert maður til þá biður þú mig og aðra framsóknarmenn afsökunar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar