Ágúst vill að liðið spili enn hraðari bolta Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2011 07:00 Ágúst var nokkuð sáttur við leik íslenska liðsins gegn Tékkum. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Varnarleikur liðsins var nokkuð góður í leikjum gegn Tékkum og ég var ánægður með það,“ sagði Ágúst. „Sóknarleikur okkar er á köflum mjög góður, en þegar stelpurnar eru ekki einbeittar þá föllum við niður á nokkuð dapurt plan sóknarlega. Þegar út í mótið er komið þá megum við ekki fá svona ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum, en það gerðist of oft á móti Tékklandi. Ég hef reynt að breyta leikstíl liðsins og vill að stelpurnar keyri hraðann enn meira upp. Slíkt bíður aftur á móti upp á fleiri tæknifeila en það er hlutur sem við verðum að vinna bug á“. Íslenska liðið heldur til London á morgun þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu fer fram, en liðið mætir Bretlandi í óopinberum æfingaleik. „Leikurinn gegn Bretum verður bara léttur æfingaleikur þar sem við ætlum að rúlla liðinu vel og æfa ákveðin atriði. Við ætlum okkur til að mynda að æfa okkur vel að vera einum færri í leiknum og þetta verður nokkuð frjálslegur leikur. Stelpurnar eru í fínu standi og enginn alvarleg meiðsli í hópnum“. Stelpurnar hefja leik á heimsmeistaramótinu í Brasilíu 3. desember gegn Svartfjallalandi, en auk þeirra mætir liðið Angóla, Noregi, Kína og Þýskalandi og því er þetta ærið verkefni fyrir stelpurnar okkar. „Það er ljóst að við erum í mjög sterkum riðli. Þýskaland, Noregur og Svartfjallaland eru frábærar þjóðir en við verðum að sigra Angóla og Kína til að eiga möguleika. Við ætlum samt sem áður bara að taka einn leik fyrir í einu og undirbúa liðið fyrir hvern andstæðing“. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Varnarleikur liðsins var nokkuð góður í leikjum gegn Tékkum og ég var ánægður með það,“ sagði Ágúst. „Sóknarleikur okkar er á köflum mjög góður, en þegar stelpurnar eru ekki einbeittar þá föllum við niður á nokkuð dapurt plan sóknarlega. Þegar út í mótið er komið þá megum við ekki fá svona ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum, en það gerðist of oft á móti Tékklandi. Ég hef reynt að breyta leikstíl liðsins og vill að stelpurnar keyri hraðann enn meira upp. Slíkt bíður aftur á móti upp á fleiri tæknifeila en það er hlutur sem við verðum að vinna bug á“. Íslenska liðið heldur til London á morgun þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu fer fram, en liðið mætir Bretlandi í óopinberum æfingaleik. „Leikurinn gegn Bretum verður bara léttur æfingaleikur þar sem við ætlum að rúlla liðinu vel og æfa ákveðin atriði. Við ætlum okkur til að mynda að æfa okkur vel að vera einum færri í leiknum og þetta verður nokkuð frjálslegur leikur. Stelpurnar eru í fínu standi og enginn alvarleg meiðsli í hópnum“. Stelpurnar hefja leik á heimsmeistaramótinu í Brasilíu 3. desember gegn Svartfjallalandi, en auk þeirra mætir liðið Angóla, Noregi, Kína og Þýskalandi og því er þetta ærið verkefni fyrir stelpurnar okkar. „Það er ljóst að við erum í mjög sterkum riðli. Þýskaland, Noregur og Svartfjallaland eru frábærar þjóðir en við verðum að sigra Angóla og Kína til að eiga möguleika. Við ætlum samt sem áður bara að taka einn leik fyrir í einu og undirbúa liðið fyrir hvern andstæðing“.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira